K er fyrir Kristín

Ég tek þessa mynd af gosinu til mín. Reyndar gæti ég alveg ákveðið að þarna væri K Kapítalismans að loga í hinsta sinn áður en það færi niður í iður jarðar og kæmi aldrei upp aftur. En samt. Nei, K er Kristín.
Myndin er tekin af vef RÚV og þar er sagt að hún komi frá Landhelgisgæslunni. Ég veit ekki hvort ég má setja hana hér inn, en ég prófa. Ég verð varla annað en skömmuð ef ég hef ekki leyfi til þess.

K fyrir Kristín

K fyrir Kristín

Mig langar ógurlega mikið til að komast að sjá og vera og heyra og finna lyktina. Ég sakna Íslands alltaf en hef sjaldan fundið jafnsterka löngun til að bara hoppa upp í næstu vél og heim. Jú, ég gerði nákvæmlega það fyrir skömmu síðan, en ég borgaði ekki og erindið var þúsund sinnum mikilvægara en að horfa á eitt gos. En samt. Mig langar. En ég geri það ekki. Því ég hef ekki efni á því. Vorkenni ég mér? Nei. En finnst mér K-myndin kúl? Já.

Lifið í friði.

13 Responses to “K er fyrir Kristín”


 1. 1 Svanfríður 2 Apr, 2010 kl. 1:16 f.h.

  Vá-þetta er mögnuð mynd.

 2. 4 Eva 2 Apr, 2010 kl. 9:26 f.h.

  Já, mér finnst nú reyndar líklegra að þetta K logi Kristínu til heiðurs en að kapítalisminn sé að renna sitt skeið á enda, því miður.

 3. 5 ella 2 Apr, 2010 kl. 9:51 f.h.

  Ég stórefa að ég fari að sjá þetta gos. Þó er ekki að vita ef svo vildi til að það kallaði á mig með nafni eins og það hefur greinilega verið að gera til þín.

 4. 6 ella 2 Apr, 2010 kl. 9:53 f.h.

  Já og við eigum bæði rúv og gæsluna og þér er meir en velkomið að birta minn part af myndum þeirra.

 5. 9 parisardaman 2 Apr, 2010 kl. 7:53 e.h.

  Mig langar í þessa mynd til að hafa einhvers staðar hjá mér. Hún kitlar litla megalómanninum sem greinilega býr innra með mér.

 6. 10 Sigurbjörn 2 Apr, 2010 kl. 8:16 e.h.

  Kvar sérð þú káið? Ég sé bara R.

 7. 11 parisardaman 2 Apr, 2010 kl. 8:30 e.h.

  Sigurbjörn, þú hlýtur að vera lesblindur!

 8. 12 baun 2 Apr, 2010 kl. 9:29 e.h.

  Kristín, „litla“ megalómanninum?

  Þetta er spaug. Ekki móðgast. Mikilmennska getur ábyggilega verið lítil, og brjálæði pent.

 9. 13 parisardaman 3 Apr, 2010 kl. 6:41 f.h.

  Sko, þetta vafðist fyrir mér þegar ég skrifaði þetta. En málið er að hann er inní mér svo hann hlýtur að vera lítill:) Ég, móðgast? Haha!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: