fjallið

Ég fékk þessi skilaboð frá gömlum bekkjarfélaga:

Ef Kristín kemst ekki til fjallsins, kemur fjallið til Kristínar.

Mér finnst þau svolítið skemmtileg og eftir sæmilegan nætursvefn – draumarnir snerust vitanlega um alls konar náttúruhamfarir og ég var auðvitað með pínulítið ungabarn – og róandi athugasemd frá Ellu, líður mér eitthvað betur.

Hér tala fjölmiðlar ekki um neina hættu fyrir mannfólk, bara flugumferð, svo líklega er það rétt. Frönsk yfirvöld væru líklegri til að vera með ofsaviðbrögð, afhendandi grímur á hverju götuhorni, en að vera að draga úr ástandinu. (Paranojan í mér segir reyndar: nema af því þeir vita að við munum öll deyja, vilja þeir ekki segja neitt. En ég er ekki haldin sjúklegu ofsóknarbrjálæði, get ráðið við þessa tilfinningu).

Lifið í friði.

5 Responses to “fjallið”


  1. 1 hildigunnur 18 Apr, 2010 kl. 8:57 e.h.

    haha já fjallið er að koma til Kristínar, það er ljóst!

  2. 2 Harpa J 19 Apr, 2010 kl. 8:31 f.h.

    Þetta er eini fyndni öskubrandarinn sem ég hef heyrt hingað til 🙂

  3. 3 Parísardaman 19 Apr, 2010 kl. 10:09 f.h.

    Mér fannst reyndar bestur þessi um að dreifa ösku látins efnahagskerfis góður líka. Allir hinir eru þannig að þá á helst ekki að skrifa niður (og aulahrollurinn sem hríslaðist um mig þegar þeir voru allir birtir í frönskum fjölmiðlum var ansi kaldur).

  4. 4 Parísardaman 19 Apr, 2010 kl. 10:10 f.h.

    Æ, eitthvað kom setningin beygluð út hér að ofan. En þið skiljið mig:)

  5. 5 Sigurbjörn 19 Apr, 2010 kl. 12:02 e.h.

    Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds út af þessum bröndurum … en ég er nú svo guðsblessunarlega laus við allan húmor.

    Kæfuvörn? Hvers konar smokkur er það?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha

%d bloggurum líkar þetta: