Bastilludagurinn

Í dag er þjóðhátíðardagur Frakka, Bastilludagurinn. Afmæli byltingarinnar sem hófst opinberlega með árás á Bastillufangelsið og leiddi m.a. til þess að konungi var steypt af stóli og ríki og kirkja voru aðskilin.
Og, líkt og fyrri ár, er 14. júlí 2011 fagnað með risastórri hersýningu í París. Franska ríkið flaggar stolt öllum sínum hátæknilegu morðtólum, skriðdrekum og flugvélum, og auðvitað því mikilvægasta, ungum mönnum í einkennisbúningum. Að þessu sinni verða víst nýlenduherirnir í forgrunni. Herir frönsku suðlægu landsvæðanna, Gvadelúpeyja, Gvæjana, Pólýnesíu, Martiník, Réunion, Nýju Kaledóníu og Mayotte.
Ég hef einu sinni mætt til að sjá og mun aldrei fara aftur, nema þá kannski til að sýna börnunum mínum þegar ég tel mig tilbúna til að standa aftur frammi fyrir þessum viðbjóði. Mér varð ómótt og um tíma hélt ég að það myndi líða yfir mig. Ég held að þarna, frammi fyrir þessum óhugnanlegu vélum og við að sjá hermennina marséra eins og vélmenni, hafi ég virkilega staðfest í hjarta mínu að ég gæti aldrei samþykkt stríð sem lausn á nokkru vandamáli. Ég verð alltaf jafn svekkt og hissa þegar ég er minnt á stríðsbrölt siðvæddra þjóða.
Í gær létust fimm franskir hermenn í Afganistan. Ráðherra segir að þeir séu hetjur, ég lít á þá sem fórnarlömb. Ég er næstum viss um að hátíðahöldin í dag verða skreytt minningarþögn um þessa menn, og kannski líka um hina 12 sem hafa látist á þessu ári í Afganistan, eða allra 69 sem hafa farið síðan 2001. Eða kannski ekki, kannski verður engin þögn, bara húllumhæ og fagnaðarlæti? Ég veit það ekki og það skiptir kannski engu máli, því ég verð ekki á staðnum.

Lifið í friði.

3 Responses to “Bastilludagurinn”


  1. 1 ella 14 Júl, 2011 kl. 9:53 f.h.

    Ef til vill þarf maður að vera útlendingur til að sjá hversu óhugnanlegt þetta tilstand er. Vonandi þó ekki.

  2. 2 A 18 Júl, 2011 kl. 6:42 e.h.

    og Eva skotin niður fyrir að voga sér að stinga uppá að taki upp skrúðgöngu í stað hergöngu… Hefur verið næstum ævintýralegt að fylgjast með þeirri umræðu.

  3. 3 parisardaman 19 Júl, 2011 kl. 12:04 f.h.

    Já, A, ég var einmitt að fá fréttir af því áðan. Hvílík vitleysa.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: